Gísli Þorgeir yfirgefur Kiel

Gísli Þorgeir Kristjánsson er á förum frá Kiel.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er á förum frá Kiel. AFP

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, mun yfirgefa þýska stórliðið Kiel í mánuðinum. Hefur hann komist að samkomulagi þess efnis við félagið. Vísir.is greindi frá.  

Orðrómar um að félagið hafi rift samningnum við Gísla eru hins vegar ekki sannir, en Hafnfirðingurinn er nú staddur hér á landi að jafna sig á meiðslum í öxl sem hann varð fyrir í nóvember. 

Gísli heldur aftur til Þýskalands síðar í mánuðinum í frekari meðhöndlun vegna meiðslanna, en ekkert er komið í ljós um næsta áfangastað Íslendingsins unga. Ljóst er hins vegar að áhugi er til staðar víðs vegar um Evrópu. 

mbl.is