Hefndu fyrir níu marka tapið (myndskeið)

Southampton vann sterkan 2:1-sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leicester vann leik liðanna í fyrri umferðinni 9:0 og var sigurinn því sérstklega sætur fyrir Southampton-liðið. 

Danny Ings skoraði sigurmarkið undir lokin, en Southampton-menn óttuðust væntanlega það versta er Leicester komst yfir snemma leiks. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is