Liverpool vann og fer í sögubækurnar (myndskeið)

Liverpool vann í 20. skipti í 21 tilraun í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið lagði Tottenham að velli á útivelli í kvöld, 1:0. Roberto Firmino skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikhlé. 

Liverpool er með 61 stig eftir 21 umferð, en ekkert lið í fimm stærstu deildum Evrópu hefur áður verið með svo mörg stig eftir jafn fáa leiki. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is