„Pep gefst ekki upp“

Klopp var ánægður í leik í kvöld.
Klopp var ánægður í leik í kvöld. AFP

Með 1:0-sigri liðsins á Tottenham í kvöld í ensku úrvalsdeildinni náði Liverpool sögulegum áfanga þar sem liðið hefur náð 61 stigi í 21 leik sem er það mesta sem nokkurt annað lið í fimm stærstu deildum Evrópu hefur safnað í þeim fjölda leikja.

Liðið hefur unnið 12 deildarleiki í röð og 20 leiki af 21 í úrvalsdeildinni og hefur nú 16 stiga forskot á toppi deildarinnar.

En kálið er ekki sopið þó að það sé í ausuna komið að mati knattspyrnustjória Liverpool, Jürgen Klopp.

„Við vitum af þessu og að þetta sé sérstakt, en við finnum ekki endilega mikið fyrir þessu. Þegar einhver lætur þig fá bikar þá er þessu lokið en þangað til þarftu að berjast. Þetta er rétt að byrja. Við þurfum að halda áfram þar sem keppinautar okkar eru svo sterkir. Pep [Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City] gefst ekki upp. Það geri ég ekki heldur,” sagði Klopp við BBC eftir sigurinn í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert