Skoraði ekki í tæpt ár en raðar nú inn mörkum (myndskeið)

Miguel Almirón, leikmaður Newcastle, skoraði ekki í tæpt ár síðan hann gekk til liðs við enska félagið. Nú hefur hann hins vegar skorað í þremur leikjum í röð. Almirón skoraði mark Newcastle í 1:1-jafntefli við Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Markið var afar huggulegt, en hann rak þá endahnútinn á huggulega sókn. Skömmu síðar jafnaði Leander Dedoncker hins vegar og liðin skildu jöfn. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is