Solskjær og lærisveinarnir sýndir beint á mbl.is

Hvað gera Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans gegn botnliðinu?
Hvað gera Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans gegn botnliðinu? AFP

Manchester United tekur á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í dag klukkan 15.

Það er mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, eftir dapurt gengi að undanförnu en United er í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Norwich er hins vegar í neðsta sætinu með 14 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Leikurinn verður sýndur beint á mbl.is/enski en útsendinguna má nálgast með því að smella hér.

Þá fara fram fjórir aðrir leikir í ensku úrvalsdeildinni sem hefjast klukkan 15 og verður fylgst með gangi mála í þeim öllum á mbl.is.

Enski bolt­inn í beinni - Chel­sea þarf á sigri að halda

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem fær Brighton …
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem fær Brighton í heimsókn. AFP
mbl.is