Stórleikur í London og pressan þyngist í Manchester (myndskeið)

Það eru áhugaverðar viðureignir fram undan í ensku úrvalsdeildinni í knattpyrnu en 22. umferð deildarinnar hófst í gær með leik Sheffield United og West Ham. 

Í dag heimsækir Crystal Palace Mikel Arteta og lærisveina hans í Arsenal en Arsenal hefur verið að rétta úr kútnum að undanförnu eftir stjóraskipti á Emirates-vellinum. Þá tekur Manchester United á móti Norwich í leik sem United verður að vinna en það er komin mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær eftir dapurt gengi í undanförnum leikjum.

Þá mætast Liverpool og Tottenham í stórleik dagsins á Tottenham Hotspur-vellinum í London en Liverpool er enn þá ósigrað í deildinni á meðan Tottenham er í meiðslavandræðum í sjöunda sæti deildarinnar. Á sunnudaginn mætast svo Bournemouth og Watford og Manchester City heimsækir nýliða Aston Villa.

Tómas Þór Þórðarson fer yfir helgarleikina í meðfylgjandi myndskeiði.

Dag­skrá helgar­inn­ar í ensku úr­vals­deild­inni:

Laug­ar­dag­ur:
12:30 Crystal Palace - Arsenal (í beinni á Síminn sport)
15:00 Chelsea - Burnley
15:00 Everton Brighton & Hove Albion
15:00 Leicester City - Southampton
15:00 Manchester United - Norwich City (í beinni á Síminn sport og mbl.is)
15:00 Wolves - Newcastle United
17:30 Tottenham Hotspur - Liverpool (í beinni á Síminn sport)

Sunnu­dag­ur:
14:00 Bournemouth - Watford (í beinni á Síminn sport)
16:30 Aston Villa - Manchester City (í beinni á Síminn sport)
José Mourinho og Jürgen Klopp mætast í London í dag.
José Mourinho og Jürgen Klopp mætast í London í dag. AFP
mbl.is