Eiður: Ekkert lið hefur trú á að geta unnið Liverpool (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar á Vellinum á Símanum sport. Þar ræddu þeir um Liverpool, sem virðist geta slegið öll met á leiktíðinni. 

Liverpool er búið að vinna 20 af 21 leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á tímabilinu og hefur ekki tapað einum einsta. Haldi liðið áfram á þeirri siglingu slær það afar mörg met í leið sinni að Englandsmeistaratitlinum. 

Eiður Smári var sjálfur í sigursælu liði Chelsea og segir hann ekkert lið hafa trú á því að það geti unnið Liverpool um þessar mundir. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is