Man. United nálægt því að kaupa miðjumann

Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes. AFP

Það lítur út fyrir að miðjumaðurinn Bruno Fernandes gangi til liðs við Manchester United nú í janúar en hann hefur mikið verið orðaður við brottför frá Sporting Lissabon í Portúgal. Þjálfari Sporting viðurkennir sjálfur að félagið sé nú þegar byrjað að undirbúa það að spila án hans.

Sky Sports greindi frá því í vikunni að Manchester-félagið væri á höttunum eftir Fernandes en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vill ólmur styrkja miðjuna hjá liðinu. Silas, þjálfari Sporting, sagði eftir sigur liðsins á Vitoria Setubal í portúgölsku efstu deildinni að hann væri alls ekki viss um að Fernandes yrði áfram hjá félaginu.

„Ég ábyrgist ekkert, Bruno er vinsæll leikmaður og mörg félög eru á eftir honum. Ég vil ekki hugsa um það en auðvitað erum við að undirbúa okkur fyrir það ef hann skyldi fara.“

Filipe Dias, ritstjóri portúgalska miðilsins O Jogo, segir að félagsskiptin gangi í gegn bráðlega en United mun borga um 70 milljónir evra fyrir leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert