Meistararnir fóru afar illa með nýliðana (myndskeið)

Manchester City vann afar sann­fær­andi 6:1-sig­ur á Ast­on Villa í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. City skoraði sex fyrstu mörk leiks­ins og hefði mun­ur­inn getað verið meiri, áður en Villa skoraði sára­bót­ar­mark í upp­bót­ar­tíma.

Sergio Agüero skoraði þrennu fyrir City og er hann kominn með 177 mörk í ensku úrvalsdeildinni, meira en nokkur annar erlendur leikmaður, en Thierry Henry var áður markahæstur með 175 mörk. 

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum sport, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við sjónvarpsstöðina. 

mbl.is