Tottenham að vinna kapphlaupið

Gedson Fernandes er á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.
Gedson Fernandes er á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.

Portúgalski miðjumaðurinn Gedson Fernandes mun eftir helgi ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham á 18 mánaða lánssamningi, með möguleika á kaupum að honum loknum. 

Mörg félög í ensku deildinni sýndu Fernandes áhuga og virtist baráttan fyrst vera á milli Manchester United, Chelsea og West Ham. Sky greinir hins vegar frá því í dag að Portúgalinn vilji spila fyrir landa sinn José Mourinho. 

Tottenham vill bæta við sig miðjumanni eftir að Moussa Sissoko meiddist en Frakkinn verður frá næstu þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Tottenham þarf að greiða Benfica um 50 milljónir punda til að kaupa leikmanninn eftir 18 mánuði. 

mbl.is