Watford upp úr fallsæti

Troy Deeney skoraði eitt mark.
Troy Deeney skoraði eitt mark. AFP

Watford er komið upp úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í fyrsta skipti á tímabilinu eftir sannfærandi 3:0-sigur á Bournemouth á útivelli. Bournemouth er fyrir vikið dottið niður í fallsæti. 

Abdoulaye Doucouré kom Watford yfir á 42. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Watford hélt áfram að vera sterkari aðilinn og Troy Deeney tvöfaldaði forskotið á 65. mínútu, áður en Roberto Pereyra gulltryggði öruggan sigur í uppbótartíma. 

Watford hefur aðeins tapað einum af sjö leikjum síðan Nigel Pearson tók við liðinu af Javi Gracia, en Bournemouth hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni. 

mbl.is