Frá City til Arsenal?

John Stones hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar …
John Stones hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans hjá Manchester City. AFP

John Stones, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, gæti verið á leið til Arsenal á láni í janúarglugganum en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Fjölmiðlar á Englandi segja að Mikel Arteta, nýráðinn stjóri Arsenal, ætli sér að reyna fá Stones til félagsins en þeir þekkjast vel eftir að hafa unnið saman hjá City undanfarin þrjú ár.

Stones hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans þegar City keypti hann af Everton árið 2016 fyrir tæplega 50 milljónir punda. Stones, sem er 25 ára gamall, hefur ekki tekist að vinna sér inn fast sæti í liði City og hann hefur verið afar mistækur undanfarin tímabil.

Stones sjálfur er sagður opinn fyrir því að reyna fyrir sér annars staðar þar sem hann fær tækifæri til þess að spila reglulega. Enska landsliðið er á leið á Evrópumeistaramótið í sumar og Stones vill vera í landsliðshóp Gareth Southgate. Stones hefur byrjað níu leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og einu sinni hefur hann komið inn á sem varamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert