Leikmaður Liverpool valinn besti Englendingurinn

Jordan Henderson og Lucy Bronze voru kjörin besta enska knattspyrnufólkið.
Jordan Henderson og Lucy Bronze voru kjörin besta enska knattspyrnufólkið.

Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, var í dag kjörinn besti enski knattspyrnumaðurinn árið 2019. Lucy Bronze, leikmaður Lyon í Frakklandi, hlaut nafnbótina í kvennaflokki.

Urðu þau bæði Evrópumeistarar með liðum sínum og spiluðu vel með ensku landsliðunum. 

Raheem Sterling varð í öðru sæti í karlaflokki og Harry Kane í þriðja sæti. Ellen White varð í öðru sæti í kvennaflokki og Beth Mead í þriðja sæti. 

Henderson lék sjö landsleiki fyrir enska landsliðið á síðasta ári og var lykilmaður hjá Liverpool sem vann Meistaradeild Evrópu og heimsbikar félagsliða. 

Bronze var í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á HM í Frakklandi og skoraði m.a. glæsilegt mark gegn Noregi í átta liða úrslitum. Þá vann hún alla þá titla sem í boði voru í Frakklandi. 

mbl.is