Góðar fréttir fyrir Klopp

Fabinho er að snúa til baka eftir meiðsli.
Fabinho er að snúa til baka eftir meiðsli. AFP

Fabinho og Joël Matip, leikmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool, eru mættir aftur til æfinga eftir meiðsli. Fabinho lék síðast gegn Napoli 27. nóvember á meðan Matip hefur ekki spilað síðan 20. október. 

Fabinho hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla á meðan Matip meiddist á hné. Þá er Dejan Lovren nálægt því að vera klár í slaginn eftir meiðsli í læri.

Endurkoma Fabinho kemur á kærkomnum tíma fyrir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, vegna meiðsla annarra leikmanna. 

James Milner og Naby Keita eru báðir að glíma við meiðsli og er óvíst hvort þeir verði klárir í slaginn er Liverpool fær erkifjendurna í Manchester United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á sunudag. 

mbl.is