Tottenham semur um lán á miðjumanni

Gedson Fernandes er á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.
Gedson Fernandes er á leiðinni í ensku úrvalsdeildina. AFP

Enska knattspyrnufélagið Tottenham tilkynnti rétt í þessu að samið hefði verið við portúgalska félagið Benfica um átján mánaða lán á miðjumanninum Gedson Fernandes.

Fernandes, sem varð 21 árs í síðustu viku, er fæddur á afrísku eyjunni Sao Tomé and Principe en hefur verið í röðum Benfica frá 10 ára aldri og hefur spilað yfir 60 leiki með yngri landsliðum Portúgals. Þá hefur hann þegar spilað tvo leiki með A-landsliði þjóðarinnar.

mbl.is