Þeir sem veðjuðu á Liverpool fengu greitt

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

Leið Liverpool að fyrsta meistaratitli sínum í þrjá áratugi virðist vera greið þótt enn séu liðlega fjórir mánuðir eftir af deildakeppninni. 

Er það í það minnsta mat veðbankans Betsson sem hefur nú þegar greitt viðskiptavinum sínum hagnaðinn af því að spá Liverpool meistaratitlinum 2020. Þeir sem veðjuðu á að Liverpool stæði uppi sem sigurvegari hafa sem sagt unnið veðmálið og þurfa ekki að velta því frekar fyrir sér hvort liðið landi titlinum. 

Frá þessu er greint á vef veðbankans. 

Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir tuttugu og einn leik og hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur. 

mbl.is