United samþykkir tilboð í fyrirliðann

Ashley Young er á förum frá Manchester United.
Ashley Young er á förum frá Manchester United. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur samþykkt 1,3 milljóna punda tilboð Inter Mílanó í fyrirliða félagsins Ashley Young en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en Young var fyrst orðaður við Inter í desember.

United vildi halda fyrirliða sínum sem verður samningslaus næsta sumar. United var því tilbúið að leyfa honum að fara núna, frekar en að missa hann frítt næsta sumar, en kaupverðið gæti hækkað eitthvað fari svo að Inter tryggi sér sigur í ítölsku A-deildinni.

Ashley Young gekk til liðs við United árið 2011 en enska félagið borgaði í kringum 20 milljónir punda fyrir leikmanninn á sínum tíma. Young lék 261 leik fyrir United þar sem hann skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 43.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert