Gylfi ekki með Everton á morgun

Gylfi Þór Sigurðsson missir af leiknum á morgun.
Gylfi Þór Sigurðsson missir af leiknum á morgun. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton á morgun þegar liðið sækir West Ham heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri skýrði frá því á fréttamannafundi rétt í þessu en auk Gylfa verður framherjinn Richarlison ekki með vegna meiðsla. Ancelotti sagði að Gylfi ætti við smávægileg meiðsli í nára að stríða.

mbl.is