Jóhann ekki klár í leikinn við Leicester

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley. Ljósmynd/Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Burnley á sunnudaginn þegar lið hans fær Leicester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Jóhann er að jafna sig eftir að hafa tognað aftan í læri í bikarleik gegn Peterborough 5. janúar og missir því af öðrum deildarleiknum í röð.

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, staðfesti þetta á vef félagsins fyrir stundu. Fram kemur að Jóhann sé byrjaður að æfa á ný og því stutt í að hann verði leikfær á ný.

mbl.is