Næst samkomulag um kaup á Dananum?

Christian Eriksen leikur líklega ekki marga leiki í viðbót undir …
Christian Eriksen leikur líklega ekki marga leiki í viðbót undir stjórn José Mourinho. AFP

Viðræður Inter Mílanó og Tottenham Hotspur um kaup ítalska félagsins á danska knattspyrnumanninum Christian Eriksen virðast vera í fullum gangi.

Sky Sports sagði í gær að íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, hefði flogið aftur heim til Ítalíu frá London eftir viðræður um kaup á Eriksen frá Tottenham og Oliver Giroud frá Chelsea.

Daily Telegraph segir í dag að ítalska félagið hafi nú gert 13 milljóna punda tilboð í Eriksen en samningur Danans rennur út í sumar. Áður hafa verið fregnir um að Inter hafi fyrst boðið átta milljónir en Tottenham vilji fá sautján milljónir punda fyrir leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert