Ótrúleg endurkoma Liverpool gegn United (myndskeið)

Liverpool fékk Manchester United í heimsókn í mögnuðum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta 4. janúar 1994. 

United komst í 3:0 eftir aðeins 24 mínútur en Liverpool neitaði að gefast upp og náði með ótrúlegum hætti að jafna í 3:3 sem urðu lokatölur. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Liverpool og Manchester United mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag klukkan 16:30. 

mbl.is