Átta leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag

Í dag og á morgun er leikin 23. umferðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Átta af leikjunum fara fram í dag en hinir tveir á morgun og síðasti leikur helgarinnar er viðureign erkifjendanna í Liverpool og Manchester United á Anfield.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, fer yfir helgarleikina í meðfylgjandi myndskeiði en þeir eru sem hér segir:

Laugardagur:
12.30 Watford - Tottenham (beint á Síminn Sport)
15.00 Arsenal - Sheffield United (beint á Síminn Sport og mbl.is)
15.00 Brighton - Aston Villa
15.00 Manchester City - Crystal Palace
15.00 Norwich -  Bournemouth
15.00 Southampton - Wolves
15.00 West Ham - Everton
17.30 Newcastle - Chelsea (beint á Síminn Sport)

Sunnudagur:
14.00 Burnley - Leicester (beint á Síminn Sport)
16.30 Liverpool - Manchester United (beint á Síminn Sport)

Liverpool er með fjórtán stiga forskot á toppnum og leik til góða að auki, er með 61 stig, en þar á eftir koma Manchester City með 47 stig, Leicester með 45, Chelsea með 39 og Manchester United með 34 stig.

Í neðstu sætunum eru West Ham og Watford með 22 stig, Aston Villa með 21, Bournemouth með 20 og Norwich með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert