Fimm aukaspyrnumörk — hvert öðru fallegra (myndskeið)

—Viðureignir Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa oft boðið upp á glæsileg mörk og í tilefni leiks liðanna á Anfield síðdegis á morgun rifjum við upp nokkur slík.

Það eru fimm aukaspyrnumörk sem sjá má á meðfylgjandi myndskeið, hvert öðru stórbrotnara. Enda eru alls staðar snjallir spyrnumenn á ferð, Denis Irwin, Robbie Fowler, David Beckham, John Arne Riise og Steven Gerrard. 

Leikur liðanna hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag, og er sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is