Nýliðarnir börðust fyrir stigi (myndskeið)

Brighton og nýliðar Aston Villa skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Villa er því áfram í fallsæti með 22 stig en Brighton er í 14. sætinu með 25 stig.

Heimamenn komust yfir stuttu fyrir hálfleik en Jack Grealish jafnaði metin fyrir nýliðana stundarfjórðungi fyrir leikslok. Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is