Sigurmark Newcastle kom á lokamínútunni

Allan Saint-Maximin eltir Jorginho í leik Newcastle og Chelsea í …
Allan Saint-Maximin eltir Jorginho í leik Newcastle og Chelsea í dag. AFP

Newcastle vann dramatískan 1:0-sigur á Chelsea á St. James Park í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en markið kom á lokamínútu leiksins.

Chelsea gat styrkt stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigri en Newcastle var að reyna að spyrna sér betur frá fallsætum. Bæði lið átti marktilraunir í stöng og slá í fyrri hálfleik. Joelinton var nálægt því að koma heimamönnum yfir þegar skalli hans small í þverslá og Tammy Abraham átti hælspyrnu í stöngina stuttu síðar fyrir gestina.

Chelsea var miklu meira með boltann, 70%, og átti 19 marktilraunir gegn sjö. Hins vegar voru það heimamenn sem brutu ísinn og það á fjórðu mínútu uppbótartímans. Allan Saint-Maximin átti þá fyrirgjöf inn í teig, stuttu eftir hornspyrnu, sem Isaac Hayden skallaði í netið við fjærstöngina.

Newcastle er því með 29 stig í 12. sæti, nú sjö stigum frá fallsæti en Chelsea er enn í fjórða sætinu með 39 stig, fimm stigum á undan Manchester United.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Newcastle 1:0 Chelsea opna loka
90. mín. Pressa hjá Chelsea núna og smá darraðradans inn í vítateig heimamanna sem virka stressaðir. Lítið eftir, tekst einhverjum að brjóta ísinn?
mbl.is