Fékk rautt spjald fyrir ótrúlega markvörslu (myndskeið)

Norwich vann gríðarlega mikilvægan 1:0-sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag. Bæði lið fengu rautt spjald í leiknum og annað þeirra kom eftir afar skrautlegt atvik. 

Steve Cook, varnarmaður Bournemouth, varði þá eins og heimsklassa markmaður þegar boltinn stefndi í netið. Að sjálfsögðu var vítaspyrna dæmd og Cook vikið af velli. Teemu Pukki skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnunni. 

Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en Tómas Þór Þórðarson fór yfir atvikið með Gylfa Einarssyni og Magnúsi Má Einarssyni í Vellinum á Símanum sport. 

mbl.is