Klopp í basli með Manchester United

Þótt Jürgen Klopp hafi átt mikilli velgengni að fagna sem knattspyrnustjóri Liverpool síðustu misserin hefur honum ekki gengið eins illa með neitt lið og Manchester United.

Liðin mætast á Anfield í dag í stórleik helgarinnar og í meðfylgjandi myndskeiði er að finna margar athyglisverðar staðreyndir í kringum leiki liðanna, m.a. þá að Klopp hefur aðeins einu sinni fagnað sigri í átta deildarleikjum gegn Manchester United.

Leikur Liverpool og Manchester United hefst á Anfield klukkan 16.30 í dag og er sýndur beint á Símanum Sport. Með sigri myndi Liverpool ná sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en til þessa hefur liðið unnið 20 leiki af 21. Eina jafnteflið var einmitt í útileiknum gegn Manchester United.

mbl.is