Mané við Bjarna: Vil vinna Meistaradeildina og deildina

„Titilinn? Hann er okkar markmið en við þurfum að berjast fyrir honum. Við munum halda áfram að leggja hart að okkur og spila eins vel. Við sjáum hvað gerist í lok leiktíðarinnar,“ sagði Sadio Mané, leikmaður Liverpool, í samtali við Bjarna Þór Viðarsson á Símanum sport, eftir 2:0-sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Bjarni spurði Mané hvort það myndi þýða meira að verða Englandsmeistari en Evrópumeistari. 

„Já, sérstaklega hjá Liverpool. Allir stuðningsmenn myndu frekar vilja Englandsmeistaratitilinn. Ég vil þá báða. Sem knattspyrnumaður er ég spenntur fyrir öllum titlum; Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og öllum hinum. Þeir eru markmiðið okkar,“ sagði Mané. 

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is