Sá markahæsti frá í langan tíma

Marcus Rashford verður frá keppni næstu vikurnar.
Marcus Rashford verður frá keppni næstu vikurnar. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti eftir tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að framherjinn Marcus Rashford yrði frá í langan tíma vegna bakmeiðsla. Rashford varð fyrir meiðslunum í leik gegn Wolves í enska bikarnum í vikunni. 

Rashford var ekki í leikmannahópi United í dag og verður það ekki næstu vikurnar. „Þetta eru slæm meiðsli í baki. Þetta gerðist gegn Wolves. Hann verður frá í langan tíma. Það tekur sex vikur að jafna sig á þessu og svo þarf hann að fara í meðhöndlun eftir það og verður lengur frá,“ sagði Solskjær við Sky eftir leikinn. 

Rashford hefur skorað 19 mörk í 31 leik með United í öllum keppnum á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert