United fór langt með að tryggja titilinn á Anfield (myndskeið)

Þann 19. apríl 1997 mættust Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield. United var í afar góðri stöðu á toppi deildarinnar og með sigri á erkifjendunum á þeirra heimavelli hefði það farið langt með að tryggja titilinn. 

United vann nokkuð sannfærandi 3:1-sigur á Anfield og varð að lokum meistari, en liðið endaði með sjö stigum meira en Newcastle sem varð í öðru sæti. 

Varnarmaðurinn Gary Pallister skoraði tvö mörk fyrir United og Andy Cole gerði eitt. John Barnes gerði mark Liverpool. 

Svipmyndir úr þessum eftirminnilega leik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Liverpool og Manchester United mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16:30. 

mbl.is