Bruce krækti í fyrrverandi leikmann Tottenham

Nabil Bentaleb í leik með Schalke gegn Manchester City í …
Nabil Bentaleb í leik með Schalke gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. AFP

Steve Bruce knattspyrnustjóri Newcastle hefur krækt í sinn fyrsta leikmann í þessum janúarglugga því Newcastle gekk í dag frá lánssamningi við Schalke í Þýskalandi um að hafa miðjumanninn Nabil Bentaleb í sínum röðum út þetta tímabil.

Bentaleb er alsírskur landsliðsmaður, 25 ára gamall, og hefur reynslu af ensku úrvalsdeildinni því hann var í röðum Tottenham frá 2012 til 2017 og lék 46 leiki með liðinu í deildinni. Hann var lánaður til Schalke síðasta tímabilið þar og hefur nú leikið þar í hálft fjórða ár. Bentaleb hefur leikið 35 landsleiki fyrir Alsír.

mbl.is