Sendur heim af æfingu United

Victor Lindelöf í leik með Manchester United gegn Manchester City …
Victor Lindelöf í leik með Manchester United gegn Manchester City í vetur. AFP

Óvíst er að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf verði með Manchester United gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Hann var sendur heim af æfingu í morgun.

Blaðamaður Manchester Evening News skrifaði á Twitter að Svíinn hefði mætt á æfingasvæðið Carrington í morgun en hefði fljótlega verið sendur heim vegna veikinda. 

Lindelöf hefur átt fast sæti í hjarta varnarinnar hjá United í vetur, við hliðina á nýskipuðum fyrirliða, Harry Maguire, og hefur Svíinn spilað 22 af 23 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is