Kemur fyrsta mark ársins í kvöld?

Lucas Moura á að skora mörkin þegar Harry Kane er …
Lucas Moura á að skora mörkin þegar Harry Kane er fjarverandi. AFP

Tottenham freistar þess að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á árinu 2020 þegar botnlið Norwich City kemur í heimsókn til London í kvöld.

Síðasta mark Tottenham kom einmitt gegn Norwich þegar liðin mættust 28. desember og skildu jöfn, 2:2. Frá þeim tíma hefur liðið tapað 1:0 fyrir Southampton og Liverpool og gert 0:0 jafntefli við Watford í þremur leikjum í deildinni. Takist Tottenham ekki að skora í kvöld verður það óvelkomin jöfnun á félagsmeti en liðið hefur mest leikið fjóra leiki í deildinni án þess að skora mark.

Fjarvera Harry Kane hefur ekki hjálpað til. Hann hafði skorað 11 mörk í 20 leikjum þegar hann meiddist í leik liðsins gegn Southampton á nýársdag.

Hinir leikir kvöldsins eru Leicester - West Ham og Manchester United - Burnley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert