Burnley sigraði á Old Trafford

Leikmenn Burnley fagna á Old Trafford í kvöld.
Leikmenn Burnley fagna á Old Trafford í kvöld. AFP

Burnley gerði sér lítið fyrir og vann 2:0-sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford í kvöld. 

United var mikið með boltann í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi gegn skipulögðu liði Burnley. Chris Wood kom svo gestunum yfir á 39. mínútu eftir að United kom ekki boltanum í burtu eftir aukaspyrnu og staðan í hálfleik var 1:0. 

Sú staða breyttist í 2:0 á 56. mínútu er Jay Rodriguez skoraði stórglæsilegt mark úr þröngu færi. United gekk mjög illa að opna vörn Burnley eftir það. Sigurinn er sá fyrsti hjá Burnley á Old Trafford síðan 1962. 

Burnley er nú með 30 stig í 13. sæti og Manchester United er í fimmta sæti með 34 stig. 

Man. Utd 0:2 Burnley opna loka
90. mín. Luke Shaw kemur boltanum í netið en þetta telur ekki, þar sem það var brot í aðdragandanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert