Stórglæsilegt mark í flottum sigri á United (myndskeið)

Burnley gerði sér lítið fyr­ir og vann 2:0-sig­ur á Manchester United í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta á Old Trafford í kvöld. 

United var mikið með bolt­ann í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi gegn skipu­lögðu liði Burnley. Chris Wood kom svo gest­un­um yfir á 39. mín­útu eft­ir að United kom ekki bolt­an­um í burtu eft­ir auka­spyrnu og staðan í hálfleik var 1:0. 

Sú staða breytt­ist í 2:0 á 56. mín­útu er Jay Rodrigu­ez skoraði stór­glæsi­legt mark úr þröngu færi. United gekk mjög illa að opna vörn Burnley eft­ir það. Sig­ur­inn er sá fyrsti hjá Burnley á Old Trafford síðan 1962. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is