United býður 30 milljónir punda í sextán ára strák

Manchester United ætlar sér að ná í efnilegan leikmann.
Manchester United ætlar sér að ná í efnilegan leikmann. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur boðið Birmingham City 30 milljónir punda í sextán ára gamlan miðjumann, Jude Bellingham að nafni, samkvæmt Sky Sports.

Bellingham hefur spilað 25 leiki fyrir Birmingham í B-deildinni í vetur og vakið mikla athygli en auk United eru Barcelona, Bayern München, Borussia Dortmund og Liverpool öll sögð hafa mikinn áhuga á stráknum.

Hann sló félagsmet Birmingham í ágúst þegar hann lék 16 ára og 38 daga gamall með liðinu en fyrra metið var frá árinu 1970 og í eigu Trevor Francis sem þá sló í gegn með Birmingham og átti eftir að verða m.a. Evrópumeistari með Nottingham Forest tíu árum síðar ásamt því að skora 12 mörk í 52 landsleikjum fyrir England.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert