Bikarhelgi á Englandi - þrjár viðureignir úrvalsdeildarliða

Southampton vann Tottenham á nýársdag og á morgun fer Tottenham …
Southampton vann Tottenham á nýársdag og á morgun fer Tottenham aftur í heimsókn þangað, nú í bikarnum. AFP

Bikarkeppnin ræður ríkjum í enska fótboltanum um þessa helgi en 32ja liða úrslitin eru leikin á fjórum dögum. Fyrstu leikirnir eru í kvöld, flestir á morgun, en fjögur af stóru liðunum spila sína leiki á sunnudag og mánudag.

Þrjár innbyrðis viðureignir úrvalsdeildarliða eru í þessari umferð. Southampton fær Tottenham í heimsókn og Burnley, lið Jóhanns Bergs Guðmundssonar, tekur á móti Norwich. Loks eigast Bournemouth og Arsenal við á mánudagskvöldið.

Jón Daði Böðvarsson og samherjar í Millwall, sem eru í efri hluta B-deildarinnar, fá úrvalsdeildarlið Sheffield United í heimsókn á morgun.

Eina D-deildarliðið sem eftir er í keppninni er Northampton Town sem fær B-deildarlið Derby County í heimsókn í kvöld. Bikarleikirnir eru þessir um helgina:

Föstudagur:
20.00 Northampton - Derby
20.00 QPR - Sheffield Wednesday

Laugardagur:
12.45 Brentford - Leicester
15.00 Burnley - Norwich
15.00 Coventry - Birmingham
15.00 Millwall - Sheffield United
15.00 Newcastle - Oxford
15.00 Portsmouth - Barnsley
15.00 Reading - Cardiff
15.00 Southampton - Tottenham
15.00 West Ham - WBA
17.30 Hull - Chelsea

Sunnudagur:
13.00 Manchester City - Fulham
15.00 Tranmere - Manchester United
17.00 Shrewsbury - Liverpool

Mánudagur:
20.00 Bournemouth - Arsenal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert