Samkomulag um Eriksen nánast í höfn

Christian Eriksen.
Christian Eriksen. AFP

Christian Erik­sen, danski landsliðsmaður­inn í knatt­spyrnu, er á leið til In­ter Mílanó frá Totten­ham en félögin eru nálægt því að ná samkomulagi samkvæmt Sky Sports á Ítalíu.

Kaupverðið er um 17 milljónir punda og þá mun danski miðjumaðurinn fá um 380 þúsund evrur í vikulaun en Tottenham vill selja hann nú í janúar svo að hann geti ekki farið á frjálsri sölu næstu sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Tottenham hafði reynt allt til að halda Eriksen og boðið honum nýjan samning en hann fundaði með Daniel Levy, stjórnarformanni félagsins, í vikunni og ítrekaði þar ósk sína um að ganga til liðs við Inter. „Erik­sen er frá­bær leikmaður, við bíðum og erum enn viss­ir um að þessi kaup munu ganga eft­ir,“ sagði Giu­seppe Marotta fram­kvæmda­stjóri In­ter við Sky á Ítalíu en ekkert virðist geta komið í veg fyrir að skiptin gangi í gegn núna.

mbl.is