Liverpool fór illa að ráði sínu gegn C-deildarliði

Mo Salah og félagar fóru illa að ráði sínu.
Mo Salah og félagar fóru illa að ráði sínu. AFP

Liverpool og Shrewsbury úr C-deildinni þurfa að mætast aftur eftir 2:2-jafntefli liðanna í 4. umferð enska bikarsins í fótbolta á New Meadow-vellinum í Shrewsbury í dag. Liverpool komst í 2:0 en Shrewsbury neitaði að gefast upp og tókst að jafna í seinni hálfleik. 

Curtis Jones kom Liverpool yfir á 15. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Donald Love, fyrrverandi leikmaður Manchester United, tvöfaldaði forskotið fyrir Liverpool með afar klaufalegu sjálfsmarki. 

Voru flestir á bandi Liverpool byrjaðir að fagna sæti í næstu umferð, en leikmenn Shrewsbury voru ekki hættir. Jason Cummings kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar skoraði hann úr vítaspyrnu og minnkaði muninn í 2:1. 

Cummings var rétt að byrja því tíu mínútum síðar skoraði hann aftur. Framherjinn klobbaði þá Dejan Lovren, áður en hann kláraði af miklu öryggi. Liverpool tókst illa að skapa sér mjög góð tækifæri eftir jöfnunarmarkið og því mætast liðin aftur á Anfield. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert