Mourinho fúll út í Inter

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, er fúll út í sitt gamla félag, Inter Mílanó frá Ítalíu, sem reynir nú að kaupa Christian Eriksen frá Lundúnaliðinu.

Daninn mun sennilega ferðast til Ítalíu eftir helgi til að gangast undir læknisskoðun og ganga frá félagsskiptunum en Mourinho er óánægður með tímasetninguna. „Þessi staða á ekki að koma upp 25. janúar,“ sagði Mourinho við blaðamenn eftir 1:1-jafntefli gegn Southampton í enska bikarnum í gær en Eriksen var ekki í leikmannahópnum.

„Eriksen hefur hagað sér eins og algjör atvinnumaður síðan ég kom hingað og Tottenham er síðasti aðilinn sem á einhverja sök í þessu máli. Að vera í þessari stöðu svo seint í mánuðinum er ekki gott.“

mbl.is