Kominn í læknisskoðun í Mílanó

Christian Eriksen hefur væntanlega spilað í síðasta skipti í treyju …
Christian Eriksen hefur væntanlega spilað í síðasta skipti í treyju Tottenham. AFP

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen er kominn til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá Inter í dag, að sögn Sky Sports.

Eriksen hefur verið sterklega orðaður við Inter nánast allan þennan mánuð og viðbúið er að félagið gangi frá kaupum á honum frá Tottenham í dag. Talið er að kaupverðið sé í kringum 17 milljónir punda en hann hefði orðið samningslaus í sumar.

mbl.is