Rooney gæti mætt gömlu félögunum

Wayne Rooney og félagar gætu mætt Manchester United.
Wayne Rooney og félagar gætu mætt Manchester United. AFP

Dregið var í 16-liða úrslit enska bikarsins í fótbolta rétt í þessu, en umferðin fer fram 3.-5. mars. Wayne Rooney, sem eftir áramót gekk í raðir Derby, gæti mætt sínum fyrrverandi félögum í Manchester United á heimavelli. 

Derby þarf að vinna endurtekinn leik við Northampton úr D-deildinni til að komast áfram. Þá mætast Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge, takist Liverpool að vinna endurtekinn leik við Shrewsbury á Anfield. 

32-liða úrslitunum lýkur í kvöld er Bournemouth fær Arsenal í heimsókn. 

16-liða úrslit enska bikarsins: 
Sheffield Wednesday – Manchester City
Reading eða Cardiff – Sheffield United
Chelsea – Shrewsbury eða Liverpool
West Brom – Newcastle eða Oxford
Leicester – Coventry eða Birmingham
Southampton eða Tottenham – Norwich
Northampton eða Derby – Manchester United
Portsmouth eða Bournemouth – Arsenal

mbl.is