Ungu strákarnir skutu Arsenal áfram

Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit.
Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit. AFP

Arsenal er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Bournemouth í kvöld. 

Hinn 18 ára gamli Bukayo Saka kom Arsenal yfir strax á fimmtu mínútu og rétt rúmum 20 mínútum síðar bætti hinn tvítugi Eddie Nketiah við öðru marki liðsins. Staðan í hálfleik var því 2:0. 

Þannig var hún raunar allt fram í uppbótartíma er varamaðurinn Sam Surridge minnkaði muninn fyrir Bournemouth. Það reyndist hins vegar of lítið og of seint fyrir heimamenn. 

Arsenal, sem er sigursælasta liðið í sögu keppninnar, mætir Porstmouth úr C-deildinni á útivelli í næstu umferð. 

mbl.is