Hollenskur kantmaður á leið til Tottenham

Steven Bergwijn í leik með PSV í vetur.
Steven Bergwijn í leik með PSV í vetur. AFP

Tottenham hefur náð samkomulagi við PSV Eindhoven um kaup á hollenska landsliðsmanninum Steven Bergwijn, samkvæmt frétt BBC í dag.

José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham leitar að mönnum til að fylla skarð Harry Kane sem er frá keppni vegna meiðsla fram á sumar og Christians Eriksens sem er á leið til Inter Mílanó og skrifar væntanlega undir þar í dag.

Bergwijn er 22 ára  gamall kantmaður eða framherji sem hefur skorað 29 mörk í 112 leikjum fyrir PSV í hollensku úrvalsdeildinni og á sjö landsleiki að baki fyrir Holland. Talið er að PSV vilji fá 27 milljónir punda fyrir hann og félögin hafa átt i viðræðum um kaupverð að undanförnu. BBC segir að nú séu þau búin að ná saman í öllum aðalatriðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert