Arsenal fær spænskan varnarmann frá Brasilíu

Pablo Marí í baráttu við Mohamed Salah í úrslitaleik Flamengo …
Pablo Marí í baráttu við Mohamed Salah í úrslitaleik Flamengo og Liverpool um heimsbikar félagsliða í síðasta mánuði. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur fengið til sín spænska varnarmanninn Pablo Marí að láni frá Flamengo í Brasilíu út þetta keppnistímabil, með ákvæði um að geta keypt hann í sumar.

Marí er 26 ára gamall miðvörður og hefur verið í röðum Flamengo í eitt ár en þangað kom hann frá Manchester City eftir þrjú ár í eigu enska félagsins. Marí lék aldrei með City en var lánaður til Girona og Deportivo La Coruna á Spáni og NAC Breda í Hollandi. Hann er annars alinn upp hjá Mallorca á spænsku sólareyjunni og lék þar og síðan með Gimnástic Tarragóna áður en City keypti hann.

Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, segir á vef félagsins að fylgst hafi verið með Marí í talsverðan tíma og hann muni auka gæðin í varnarleik liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert