Everton hafnaði 85 milljóna punda boði Barcelona

Richarlison fagnar marki fyrir Everton.
Richarlison fagnar marki fyrir Everton. AFP

Enska knattspyrnufélagið Everton sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með hefur hafnað tilboði frá Barcelona í brasilíska sóknarmanninn Richarlison, að sögn Sky Sports, sem segir að Katalóníustórveldið hafi verið tilbúið til að greiða 100 milljónir evra, eða um 85 milljónir punda.

Barcelona bráðvantar sóknarmann til að fylla skarð Luis Suárez sem er úr leik fram á vorið og félagið hefur áður haft samband við Everton vegna Richarlisons. Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, er sagður hafa mikla trú á Brasilíumanninum og telur að hann myndi falla vel inn í liðið.

Richarlison er að leika sitt þriðja tímabil í ensku úrvalsdeildinni en hann lék fyrst með Watford og hefur nú skorað 21 mark í 57 leikjum í deildinni fyrir Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert