Varnarmaður United loksins á förum

Marcus Rojo hefur samþykkt að yfirgefa United eftir sex ár …
Marcus Rojo hefur samþykkt að yfirgefa United eftir sex ár á Old Trafford. AFP

Marcos Rojo er á förum frá enska knattspyrnufélaginu Manchester United en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Rojo hefur verið á sölulista hjá félaginu frá því síðasta sumar en ekkert tilboð hefur borist í leikmanninn undanfarna mánuði. 

Argentínski varnarmaðurinn hefur nú samþykkt að ganga til liðs við Estudiaentes í heimalandi sínu en hann mun skrifa undir lánssamning við félagið sem gildir út tímabilið. Juan Sebastián Verón, fyrrverandi leikmaður United, er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

Rojo kom til United frá Sporting eftir HM 2014 í Brasilíu en United borgaði 18 milljónir punda fyrir leikmanninn. Hann hefur ekki náð að heilla stuðningsmenn félagsins með spilamennsku sinni á Old Trafford en Rojo á að baki 61 landsleik fyrir Argentínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert