Fimmtán í röð og forystan 19 stig

Alex Oxlade-Chamberlain fagnar marki sínu.
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar marki sínu. AFP

Liverpool er komið með 19 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:0-útisigur á West Ham í kvöld. 

Liverpool skapaði sér lítið af færum framan af leik, en Divock Origi náði í vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik. Mo Salah fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi og var staðan í hálfleik 1:0. 

West Ham fékk hornspyrnu snemma í seinni hálfleik, en hún fór ekki betur en svo að Liverpool fór í skyndisókn og Mo Salah sendi Alex Oxlade-Chamberlain einan í gegn og hann skoraði af öryggi. 

Bæði lið fengu fín tækifæri til að skora eftir það, en Lukasz Fabianski í marki West Ham og Alisson í marki Liverpool vörðu báðir vel og urðu mörkin því aðeins tvö. West Ham er í 17. sæti með 23 stig, eins og Bournemouth, sem er í fallsæti. 

West Ham 0:2 Liverpool opna loka
90. mín. Liverpool fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert