„Sjálfstraust Liverpool ógnvænlegt“ (myndskeið)

„Þú vilt alls ekki missa leik úr jafnvægi á móti Liverpool, þetta er besta lið í heiminum í að sækja hratt,“ var meðal þess sem Freyr Alexandersson sagði við Tómas Þór Þórðarson í Vellinum á Símanum sport en þeir voru að ræða sigur Liverpool á Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool vann leikinn með fjórum mörkum gegn engum og getur félagið orðið enskur meistari strax núna í febrúar ef allt fer á besta veg. „Sjálfstraustið er ógnvænlegt, þetta er rannsóknarefni,“ bætti Freyr við en þessar skemmtilegu umræður má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is